Manneskja án hunds

Útgefandi: Uppheimar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 491 2.685 kr.
spinner

Manneskja án hunds

Útgefandi : Uppheimar

2.685 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 491 2.685 kr.
spinner

Um bókina

Það er desember í Kymlinge og Hermansson-fjölskyldan er samankomin til að halda 105 ára afmælisveislu – tvöfalt afmæli feðginanna Karl-Eriks, sem verður 65 ára, og Ebbu, sem verður fertug.

Ekkert fer þó eins og ætlað var. Nóttina fyrir stóra daginn fer Róbert, frægur að endemum úr raunveruleikasápunni Fangarnir á Koh Fuk og bróðir Ebbu, út að ganga – en skilar sér ekki aftur. Og nóttina þar á eftir hverfur Henrik, sonur hennar. Gunnar Barbarotti, ítalskættaður aðalvarðstjóri í rannsóknarlögreglunni fær þetta undarlega mál inn á sitt borð. Getur það verið tilviljun að tveir einstaklingar úr sömu fjölskyldu hverfi sporlaust með sólarhrings millibili? Hlýtur ekki eitthvað að búa þar að baki?

Til að leysa gátuna verður Barbarotti að kynnast þessari undarlegu fjölskyldu og draga hennar myrkustu leyndarmál fram í dagsljósið – og það er ekki laust við að hann óski þess stundum, að til væri einhver velviljaður æðri máttur, sem mögulega mætti snúa sér til á erfiðum stundum.

Tengdar bækur