Loftklukkan

Útgefandi: Sæmundur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 236 5.090 kr.
spinner

Loftklukkan

Útgefandi : Sæmundur

5.090 kr.

Loftklukkan
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 236 5.090 kr.
spinner

Um bókina

Norðurmýrin fyrir hálfri öld birtist hér með öllum sínum leyndardómum og hrekkjusvínum, skotgröfum og stríðsátökum, andríkum íbúum og gestum þeirra. Páll Benediktsson fréttamaður deilir hér með okkur bernskuminningum og ættarsögu. Og gerir það af hreinskilni og næmleik þess sem kann að halda á penna.

Yfir og allt um kring er Norðurmýrin á uppvaxtarárum höfundar með öllum sínum leyndardómum og hrekkjusvínum, skotgröfum og stríðsátökum, andríkum íbúum og gestum þeirra. Hér er sagan af móðurafanum Páli pólití sem var annar lögregluþjónn Reykjavíkur. Hann punktaði niður góðlátlegar athugasemdir um brotamenn þess tíma, drykkjurúta og fátæklinga sem hnupla kolum til að fá yl í barnaskarann, en einnig um enn alvarlegri mál svo sem morð og margs konar harðindi.

Föðurafinn er þó enn fyrirferðarmeiri þrátt fyrir fjarvist. Afdalastrákur vestan af fjörðum kvæntist læknisdóttur af forretningaraðli. Átta árum og fimm börnum síðar lét hann sig hverfa af landi brott. Strembin leit eiginkonunnar um víðlendi Ameríku bar ekki árangur og það liðu næstum tveir áratugir án þess að nokkuð fréttist af Árna Benediktssyni fyrrum stórkaupmanni í Reykjavík. Hann var þá orðinn butler hjá amerískum milljónamæringi og kunnugur mörgum helstu kvikmyndastjörnum samtímans. Saga hans var efni í ótal getgátur og varð rithöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni yrkisefni í skáldsögunni Höll minninganna.

Yfir þessum upprifjunum og allt um kring er uppátækjasamur krakkaskarinn í Norðurmýrinni, systurnar á gelgjuskeiði með túperað hár, ógnir nasisma og Kalda stríðsins, Elvis Presley á fóninum, amma Dúna í kjallaranum sem aldrei dýfði hendinni í kalt vatn, svín á Klambratúninu, rísallamang á sunnudögum og blessað Kanasjónvarpið.

Tengdar bækur