Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar

Útgefandi: Sögufélag
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2005 311 5.290 kr.
spinner

Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar

Útgefandi : Sögufélag

5.290 kr.

Íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2005 311 5.290 kr.
spinner

Um bókina

Hið íslenska Þjóðvinafélag gaf út þessa myndskreytta útgáfu af meginþætti Sturlungusafnsins, þ.e. Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Þessi bók kom fyrst út í eins konar hátíðarútgáfu á þjóðhátíðarárinu 1974 með þeim hætti, að dr. Finnbogi Guðmundsson valdi um eitt hundrað viðburði úr Íslendingasögu Sturlu og fól tveimur listamönnum, Eiríki Smith og Þorbjörgu Höskuldsdóttur, að færa þessa viðburði í búning myndlistar. Hér fer því saman hinn stórbrotni texti sagnaritarans Sturlu og sýn listamannanna á eitt viðburðaríkasta tímaskeið Íslandssögunnar, Sturlungaöld.

Sturla Þórðarson (1214-1284) sagnaritari, lögsögumaður og síðast lögmaður, var bróðursonur Snorra Sturlusonar og kemur sjálfur við mörg helstu deilumál Sturlungaaldar. Íslendingasaga hans er frásögn um menn og málefni þrettándu aldar, einkum stjórnmálaátök. Fjallar hún um samtíð höfundarins sem hann lýsir listilega og færir í stílinn með aðferðum sem einkenna oft Íslendingasögur, en er hér beitt á raunverulega atburði. Sumar lýsingar minna á fréttaviðtöl nútímans en atburðarásin er hröð líkt í spennusögu.

Umsjónarmaður nýju útgáfunnar eins hinnar fyrri er dr. Finnbogi Guðmundsson. Hann hafði til viðmiðunar texta þann sem prentaður var í Sturlunguútgáfunni frá 1946, en aðalumsjónarmaður þeirra útgáfu var dr. Jón Jóhannesson.

Tengdar bækur