Íslandslýsing
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1991 | 325 | 4.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 1991 | 325 | 4.190 kr. |
Um bókina
Peder Hansen Resen (17. júní 1625 – 1. júní 1688) var danskur sagnfræðingur sem meðal annars átti stóran þátt í útgáfu íslenskra fornrita, svo sem Snorra-Eddu og Völuspár, í Kaupmannahöfn á 17. öld. Einnig stóð hann að útgáfu gamalla norrænna lögbóka, en er þó einkum frægur fyrir Danmerkurlýsingu sína, Atlas Danicum.
Peder Resen var sonur Hans Hansen Resen, Sjálandsbiskups. Hann útskrifaðist með próf í guðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1645 og fór þá í hefðbundna námsreisu ásamt m.a. Rasmusi Bartholin til Hollands og Frakklands þar sem hann lagði stund á lögfræði og textafræði (fílólógíu). Eitt ár dvaldi hann í Padúa á Ítalíu og lærði lög. 1657 varð hann prófessor við háskólann í Kaupmannahöfn. Árið 1664 gerði konungur hann að borgarstjóra Kaupmannahafnar og 1669 að assessor í hæstarétti. Hann þjáðist af liðagigt síðustu ár sín og lést, barnlaus, í Kaupmannahöfn.
Peder Resen hafði mikinn áhuga á útgáfu fornra norrænna lögbóka og gaf út 1675 norsku Hirðskrána og ýmsar gamlar danskar lögbækur í tengslum við lögfræðikennslu sína við háskólann. Hann varð fyrstur til að gefa út á prenti íslensku fornritin Snorra-Eddu, Hávamál og Völuspá (1665), auk orðabókarinnar Lexicon Islandicum (1683) eftir Guðmund Andrésson.
Íslandslýsingin skiptist í 31 kafla sem greina frá náttúru landsins, stjórnarfari og þjóðmenningu, stundum af mikilli nákvæmni, og er krydduð frásögnum um kynjaskepnur og önnur furðuverk ásamt ýmsu þjóðsagnaefni.
Resen kom aldrei sjálfur til Íslands heldur studdist við prentaðar og óprentaðar heimildir. Sagði Jakob að Resen hefði átt aðgang að íslenskum handritum en meginheimild hans meðal óprentaðra heimilda hafi verið Íslandslýsing Odds biskups Einarssonar en meðal prentaðra bóka voru rit Arngríms lærða meginheimildir. Hann mun hafa kynnst íslenskum mönnum nokkuð í Kaupmannahöfn og notið aðstoðar þeirra. Eru birtar teikningar af Þingvöllum í bók Resens og mun þar vera elsti uppdráttur sem fundist hefur af fyrirkomulagi Lögréttu á fyrri tímum.