Hulda og töfrasteinninn

Útgefandi: Alheimsorka
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 67 3.290 kr.
spinner

Hulda og töfrasteinninn

Útgefandi : Alheimsorka

3.290 kr.

Hulda og töfrasteinninn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2021 67 3.290 kr.
spinner

Um bókina

Sagan um Huldu og töfrasteininn er barnabók eftir Valgerði Bachmann. Hún segir frá Huldu sem er 7 ára og hefur alltaf átt erfitt með að sofna. Dag einn fer Hulda með mömmu sinni að heimsækja afa og ömmu sem búa í Grundarfirði. Þar eiga sér stað atburðir sem verða til þess að fjölskyldan áttar sig á dulrænum hæfileikum Huldu. Myndir sem má finna í bókin eru af gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði, Borgarnesi og Grundarfirði.

Sagan er fyrsta bókin í seríu um Huldu og hvernig hún tekst á við sérgáfu sína með auknum þroska.

Valgerður Bachmann byrjaði að skrifa bókina 14 ára gömul. Ferlið við hönnun bókarinar hefur tekið góðan tíma, þar sem bókin er teiknuð eftir ljósmyndum og voru nokkrar af þeim fastar inn á ljósmyndasafni Bæring Ceclissonar. Sumarið 2020 komst Valgerður í ljósmyndirnar og ferli bókarinnar fór á fulla ferð eftir öll þessi ár.

Tengdar bækur