Hið fullkomna landslag
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 224 | 2.065 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 224 | 2.065 kr. |
Um bókina
Hanna snýr heim frá Amsterdam til að taka við starfi hjá listasafni borgarinnar. Það er góðæri á Íslandi og auðmenn njóta þess að gefa safninu dýrar gjafir. Ein slík er landslagsmálverk með birkitrjám eftir þekkta listakonu frá öldinni sem leið. Gallinn er sá að forvörðurinn á safninu, ráðgátan Steinn, telur að myndin sé fölsuð.
Ragna Sigurðardóttir rithöfundur er einnig myndlistarmaður og listgagnrýnandi. Í þessari nýstárlegu skáldsögu um glæp nýtir hún sér innsýn sína í myndlistarheiminn á einstakan hátt. Lifandi persónur listamanna og innanhússfólks í íslenskum og alþjóðlegum listheimi mætast í átökum sem stjórnast af metnaði, græðgi og svikum – og ástríðu fyrir listinni.
Hið fullkomna landslag er spennandi saga um heim sem mörgum er hulinn, hugmyndir um afstæði listarinnar og hversu langt fólk er tilbúið að ganga í nafni hennar.
„Rögnu Sigurðardóttur tekst í þessu einstaka skáldverki um venjulegt fólk að afhjúpa þær tálmyndir er fram á síðustu tíma réðu lögum og lofum. Hið fullkomna landslag sýnir og sannar að Ragna Sigurðardóttir er einn besti höfundur sinnar kynslóðar.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir
„Ragna dregur upp nákvæmar myndir af umhverfi og persónum og stíllinn nýtur sín einkar vel í lýsingum á málverkum horfinna meistara ... Hér er hún því á heimaslóðum, að skrifa um efni sem hún gjörþekkir. Við lesendur njótum þess, sagan sat alla vega í mér löngu eftir að lestri lauk.“
Ingibjörg Rögnvaldsdóttir / bokmenntir.is
„Þetta finnst mér mjög fín bók... Vel skrifuð og vel unnin...látlaus á yfirborðinu en þarna býr margt undir niðri. Þannig gerð að hún situr í manni eftir lesturinn.“
Kolbrún Bergþórsdóttir/ Kiljan
„Sagan er bæði yfirlætislaus og margslungin. Stíllinn er nákvæmur og fínlegur, persónusköpunin einkennist af beittu sálfræðilegu innsæi. Svo er bókin spennandi...“
Guðmundur Andri Thorsson
„Skemmtileg skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Hið fullkomna landslag, sem er skrifuð eins og landslagsmálverk, sækir efnivið sinn í þrá nýríkra eftir menningu (hvað kostar svoleiðis …)“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
„Vel kompónerað verk, margföld í roðinu þessi saga.“
Páll Baldvin Baldvinsson/ Kiljan
„Þetta er vel skrifuð bók, fínlega spunnin og skipulega, byggð markvisst upp að sögulausn sem rís í ákveðnar hæðir. En lýkur líka settlega og ákveðið. ... Þetta er heildstætt verk og persónusköpun unnin með sama fínleika og fágun og söguþráðurinn."
Skafti Þ. Halldórsson / Morgunblaðið
„Hið fullkomna landslag er áhugaverð bók fyrir hvern þann sem unnir listum og einnig þá sem hafa áhuga á að skyggnast inn í listaheiminn. Hún er auðlesin, vel skrifuð og spennandi á köflum.“
Elva Dögg Árnadóttir / midjan.is