Elsku Drauma mín: minningabók Sigríðar Halldórsdóttur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Innbundin | 2016 | 303 | 6.390 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Kilja | 2017 | 303 | 3.490 kr. |
Elsku Drauma mín: minningabók Sigríðar Halldórsdóttur
990 kr. – 6.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | ||
Innbundin | 2016 | 303 | 6.390 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. | |||
Kilja | 2017 | 303 | 3.490 kr. |
Um bókina
Hvað er maður svo sem annað en sprengikúla úr fortíð annarra, sögum annarra, lífi þeirra, gleði og sorg. Þar er uppsprettan, þaðan kem ég, þaðan er ég. Ég hef alltaf haft eyrun opin og verið forvitin um líf mitt og annarra, hvernig það fléttast og vindur upp á sig. Lífið er dásamlegur snúningur. Einmitt þess vegna gæti ég engu logið.
Sigríður Halldórsdóttir, eða Sigga Halldórs, fer á kostum þegar hún lætur hugann reika um víðan völl – allt frá æskuheimilinu á Gljúfrasteini, móðurinni, Auði Laxness, föðurnum, Halldóri Laxness, og systurinni Guðnýju – fram til þeirrar kyrrðarstundar þegar hún vill fá að eldast í friði, án athugasemda. Hún rifjar upp og reynir að muna allt sem henni finnst skipta máli.
Öll lífsins undur Siggu, ósigrar hennar og ævintýri fá hér sinn ríkulega skerf. Hver minningin rekur aðra og hrífur lesandann, hryggir hann, hlægir eða grætir, rétt eins og lífið hlýtur alltaf að gera. Sigga er einstök manneskja – eins og við öll.
Vigdís Grímsdóttir skrásetur frásögn Sigríðar af fullkomnum trúnaði við hana sjálfa og tíðarandann.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 49 mínútur að lengd. Edda Björgvinsdóttir les.
9 umsagnir um Elsku Drauma mín: minningabók Sigríðar Halldórsdóttur
Árni Þór –
„Sigga fer á kostum í frásögn sinni sem er leiftrandi snörp og fyndin en fyrst og síðast einlæg … kraftmikil og lifandi frásögn …Ánægjuleg lesning. Sigríður Halldórsdóttir fer með okkur aftur í tímann og segir áhugaverðar, skemmtilegar og einlægar sögur.“
Sigríður Albertsdóttir / Víðsjá
Árni Þór –
„… í senn falleg, upplýsandi og umvafin ísköldum veruleika … Saga Sigríðar er óðafinnanlega skráð … drepfyndin og dramatísk.“
Reynir Traustason / Stundin
Árni Þór –
„Hún lætur mann ekki í friði þegar henni er lokið því það er eitthvað svo sérstakt við stöðu Sigríðar sem verður efni í ýmsa þanka um lífshlaup hennar og örlög.“
Sveinn Haraldsson / Morgunblaðið
Árni Þór –
„Sagan er fallega skrifuð og listilega samsett með gáskafullum útúrdúrum og femínískum undirtón. Það er nákvæmlega ekkert lúðalegt við Elsku Draumu mína … minningabók sem tekur sig mátulega alvarlega.“
Jóhanna María Einarsdóttir / DV
Árni Þór –
„Mannbætandi bók … falleg mannlýsing … Hér er á ferð fullkomið fóður til að auka umburðarlyndi og hlýju manna á milli í samfélaginu.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Árni Þór –
„… á alveg örugglega eftir að verða klassík í íslenskum minningabókum. Hún er full af góðum sögum, frábærum pælingum og snilldarlega frambornu mannviti …“
Einar Kárason / DV
Árni Þór –
„Vigdís og Sigríður sjarmera mann alveg í gegnum þessa bók … Bráðskemmtileg bók og mjög lifandi frásögn.“
Egill Helgason / Kiljan
Árni Þór –
„Það er þekkt staðreynd að Sigríður er alveg gríðarlega fyndin og skemmtileg kona en ég hugsa að það hafi verið mikill styrkir að hafa þessa reyndu skáldkonu sem getur byggt þetta upp. Þær ná greinilega mjög vel saman … Hún gengur mjög nærri sér en er ekkert að þykjast.“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Árni Þór –
„Ofboðslega heillandi … veitir alveg ofboðslega heillandi og skemmtilega innsýn í lífið á Gljúfrasteini … Þetta er svo manneskjulegt og mannlegt … sjarmaði mig alveg upp úr skónum …“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan