Dísusaga – konan með gulu töskuna
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 384 | 3.100 kr. | ||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | 1.090 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 990 kr. |
Dísusaga – konan með gulu töskuna
990 kr. – 3.100 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 384 | 3.100 kr. | ||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | 1.090 kr. | ||
Rafbók | 2013 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar loksins kemur að því að Dísa Gríms frá Kleppsveginum fær að skrifa sína fyrstu bók segir hún sögu sína umbúðalaust. Hún hefur heldur ekkert að fela. Sagan er mögnuð og segir frá stúlku sem tíu ára gömul verður fyrir ofbeldi og lokast inni í dýflissu þöggunar og feluleikja. Í fimmtíu ár sér hún enga útgönguleið, en dag einn fær hún frelsi hjá kúgara sínum og fyrrverandi bjargvætti til að skrifa, þó aðeins í tvo mánuði. Tíminn er naumur og Dísa ákveður að skrifa bréf til mannsins sem hún hefur alltaf elskað. En tekst henni að segja sannleikann?
Í Norðurfirði á Ströndum nýtur Dísa ómældrar gleði yfir öllu því sem náttúran og fólkið þar gefur henni til að takast á við ólgandi tilfinningar. Umlukt fjöllunum og sjónum og örygginu á Kaffihúsinu skrifar hún söguna og minningarnar streyma fram.
Þetta er saga Dísu, saga ofbeldis, einlægni og mannúðar. Þetta er líka sagan okkar; óvænt, hrífandi og dásamleg bók þar sem Vigdís Grímsdóttir víkur fyrir Dísu Gríms sem nú fær orðið.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
6 umsagnir um Dísusaga – konan með gulu töskuna
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Dísusaga … er óvægið uppgjör konu við sjálfa sig og skálds við skáldskap sinn. Að sama skapi er þetta óður til manneskjunnar og náttúrunnar í sinni hreinustu mynd … fyrst og fremst vekur hún lesenda til umhugsunar um þau átök sem geta átt sér stað innra með manneskju og tengls hennar við umhverfi sitt og aðra.“
Ásdís Sigmundsdóttir / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Á einkar persónulegan og frumlegan hátt tekst klofið sjálf skáldsins á við hlutskipti sitt og lesandinn fær afar áhugavert sjónarhorn á lífshlaup og höfundarverk Vigdísar. Dísusaga opnar öll fyrri verk höfundar því Dísa segir frá. Hún vill engu leyna og opnar ýmis sár og hittir lesandann í hjartastað.“
Rökstuðningur dómnefndar Fjöruverðlaunanna
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Bókin er undraverk, göldrótt undraverk … Strax á fyrstu síðunum varð ég kjaftstopp, ég er ennþá meira hugsi núna … Dísusaga, jólagjöf skáldkvenna í ár. Og auðvitað líka jólagjöf allra almennilegra skáldkarla.“
Auður Jónsdóttir, rithöfundur
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Höfundurinn fer afar vel með þetta viðkvæma efni … og gerir það undur fallega, en kímnigáfan er heldur aldrei langt undan og sagan verður lifandi, sorgleg, litrík og skemmtileg … lesandinn fær sjaldgæft og athyglisvert sjónarhorn inn í lífshlaup rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur … Út um gluggann á Grænlandi, þar sem þetta er skrifað, sé ég glitta í að minnsta kosti þúsund stjörnur. Vigdís og Dísa eiga þær allar skilið. En hér verða víst fimm að duga.“
Hrafn Jökulsson / Pressan.is
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Lykilverk á hennar ferli, og eykur manni skilning á öllu því sem hún var að gera á undan … bráðfyndin líka … stórmerkilegt hjá henni. Bók sem við mælum óhikað með.“
Egill Helgason / Kiljan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… [frásögn] uppfull af tvístringi og sársauka, en líka gleði, húmor og djúpum pælingum um skáldskap og ævi höfundarins.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið