Úti bíður andlit á glugga …Unglingsstúlka hverfur í undirgöngunum í Hamraborg í Kópavogi og það er eins og jörðin hafi gleypt hana. Rannsóknarlögreglumaðurinn Halldór Kjartansson fær málið á sitt borð og sér strax að hvarfið er ískyggilega líkt hvarfi besta vinar hans þegar þeir voru strákar í sömu undirgöngum árið 1994. Vinurinn fannst aldrei. Nú kviknar þó von hjá Halldóri og hann uppgötvar tengingu á milli ungmennanna tveggja. Í kapphlaupi við tímann leggur rannsóknarlögreglumaðurinn allt undir í leitinni, en skuggar fortíðar ásækja hann og enn á ný sér hann hluti sem aðrir ekki sjá. Dauðaleit er leifturhröð og taugatrekkjandi glæpasaga sem heldur lesendum í heljargreipum frá upphafi til enda.
Emil Hjörvar Petersen hefur sannað sig sem sagnameistari hins dulræna í íslenskum skáldskap. Hann skrifaði meðal annars hrollvekjurnar Hælið og Ó, Karítas og verðlaunabókina Víghólar.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar