Ástríkur og Kleópatra

Útgefandi: Froskur
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 48 2.990 kr.
spinner

Ástríkur og Kleópatra

Útgefandi : Froskur

2.990 kr.

Ástríkur og Kleópatra
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 48 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Drottning drottninganna í Egyptalandi, hin dásamlega þrjóska Kleópatra, nær ekki upp í nefið á sér þegar Sesar gerir lítið úr þjóð hennar. Til að lækka rostann í þessum monthana lofar hún að reisa handa honum höll á aðeins þremur mánuðum.

Til þess fær hún í lið með sér færasta (eða hitt þó heldur) arkitekt Alexandríu, hann Beinlínis sem getur ekki teiknað beint strik og hannar rammskökk hús sem hrynja við minnsta álag. Í örvæntingu sinni leitar Beinlínis á náðir Sjóðríks og kjarnadrykksins.

Auðvitað eru Steinríkur og Ástríkur með í för og sjá til þess að höllin rísi á tilsettum tíma. Rómverjar gera þeim erfitt fyrir, enda vill Sesar ekki tapa fyrir kærustunni. En allt fer vel að lokum.

Beinlínis andar léttar og framtíð hans verður þakin gulli. Þeir einu sem ekki sigra eru krókódílarnir sem hlökkuðu svo mikið til að gæða sér á byggingameista­ranum.

Tengdar bækur