Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2018

Útgefandi: Háskólaútgáfan
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2017 192 2.490 kr.
spinner

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2018

Útgefandi : Háskólaútgáfan

2.490 kr.

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags 2018
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2017 192 2.490 kr.
spinner

Um bókina

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyribærum á himni sem frá Íslandi sjást.

Í almanakinu eru stjörnukort, kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra.

Af nýju efni má nefna grein um svonefndar þyngdarbylgjur sem vísindamönnum hefur tekist að mæla og opna nýja sýn á alheiminn. Þá er fjallað um vísbendingar sem fundist hafa um áður óþekkta reikistjörnu.

Loks eru í almanakinu upplýsingar um helstu merkisdaga nokkur ár fram í tímann.

Tengdar bækur