Af moldargólfi í ólgusjó verkalýðsmála

Útgefandi: Skrudda
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2020 239 5.990 kr.
spinner

Af moldargólfi í ólgusjó verkalýðsmála

Útgefandi : Skrudda

5.990 kr.

Af moldargólfi í ólgusjó verkalýðsmála
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2020 239 5.990 kr.
spinner

Um bókina

Í þessari bók segir Magnús L. Sveinsson frá lífsgöngu sinni allt frá æsku á þröngu og köldu heimili austur á Rangárvöllum. Vatn var sótt í læk, ár voru óbrúaðar og tugir kílómetra í næstu verslun. Lífsbaráttan snerist um að hafa ofan í sig og á. Hér er einnig sagt frá þeirri miklu framþróun sem orðið hefur á skömmum tíma.

Ekki eru nema um 75 ár síðan rafvæðing hófst um hinar dreifðu byggðir landsins. Hún var tákn nýrra tíma og hafði mikil áhrif á daglegt líf fólks og var forsenda fyrir hinni miklu tækniþróun sem síðan hefur orðið og er grunnur velferðarþjóðfélagsins sem við búum nú við.

Mestur hluti bókarinnar fjallar þó um þátttöku Magnúsar í stjórnmálum og verkalýðsmálum, ekki síst starfi hans hjá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur þar sem hann starfaði í yfir 40 ár. Hann var framkvæmdastjóri frá 1960 til 1980 og síðan formaður félagsins til 2002. Hér er lýst þeim miklu breytingum sem hafa orðið á kjörum launafólks á liðnum áratugum, en einnig þeim fórnum sem launþegar þurftu að færa, jafnvel fyrir réttindum sem nú eru af öllum talin sjálfsögð mannréttindi.

Tengdar bækur