Þræðir valdsins

Útgefandi: Veröld
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2011 198 890 kr.
spinner

Þræðir valdsins

Útgefandi : Veröld

890 kr.

Þræðir valdsins
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2011 198 890 kr.
spinner

Um bókina

Eftir bankahrunið og útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis neyddust Íslendingar til að horfast í augu við nýjan veruleika þar sem hugtök á borð við spillingu, mútur og aðstöðubrask losnuðu úr viðjum þöggunar.

Í þessari afhjúpandi bók er rýnt í íslenskt samfélag og sýnt hvernig viðskipti og stjórnmál hafa verið gegnsýrð af valda- og hagsmunatengslum, spilltum embættisfærslum, pólitískum stöðuveitingum og „vel heppnuðum“ tilraunum til þess að gera almannafé að uppsprettu auðs hjá einkaaðilum. Tekin eru sláandi dæmi frá undanförnum árum en þagnarhjúpur hefur verið um sum þeirra. Jafnframt er ljósi varpað á eðli valda- og hagsmunatengsla og leitað í þeim tilgangi í smiðju ýmissa fræðimanna.

Jóhann Hauksson er einn þekktasti rannsóknarblaðamaður landsins, með víðtæka reynslu og þekkingu. Hann hlaut Blaðamannaverðlaunin árið 2010 fyrir leiðandi umfjöllun um fall ríkisstjórnarinnar og þýðingarmiklar fréttaskýringar um mikilvæg þjóðfélagsmál.

Tengdar bækur