Það sem ég sá og hvernig ég laug

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 300 990 kr.
spinner

Það sem ég sá og hvernig ég laug

Útgefandi : MM

990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2010 300 990 kr.
spinner

Um bókina

Það er komið að sumarlokum árið 1947 og hin fimmtán ára Evie og móðir hennar hafa loks endurheimt ástkæran stjúpa Evie úr stríðinu. Hann er kominn heim til þeirra í Queens og ætlar að stofna fyrirtæki. Fallega móðir Evie mun ekki lengur þurfa að strita. En enginn spyr hvaðan peningarnir koma eða af hverju stjúpinn flytur fjölskylduna í skyndi til Flórida eftir dularfullt símtal og af hverju hann er ekki ánægður að sjá Peter, vin sinn úr stríðinu, þegar hann birtist allt í einu á hótelinu þeirra á Palm Beach?

Það sem ég sá og hvernig ég laug eftir Judy Blundell hefur öll einkenni sígildra harðsoðinna glæpasagna: hermaður með leynda fortíð, dularfullur dauðdagi á yfirgefnu hóteli, hættuleg fegurðardís sem vefur karlmönnum um fingur sér. En hún er líka þroskasaga ungrar stúlku sem liggur á að fullorðnast og verða ómótstæðilega falleg eins og mamma hennar og fjallar öðrum þræði um það hvernig Evie missir sakleysi sitt og uppgötvar þrár sínar og um leið sannleikann um fjölskyldu sína.

„... auðlesin, viðburðarík og ógleymanleg. Hún gefur góða mynd af lífinu eftir stríð og hvernig fólk varð að fóta sig til að komast af. Þetta er virkilega góð saga um líf fimmtán ára stúlku sem vill þroskast en neyðist svo til þess allt of hratt gegn eigin vilja.“
****
(fjórar stjörnur)
Ingveldur Geirsdóttir / Morgunblaðið


,,Ég naut þess að lesa Það sem ég sá og hvernig ég laug. Bókin er einlæg, hreinskilin, áhugaverð, spennandi og hugljúf. Þetta er bók sem maður hugsar um ... Bók sem segir frá þrám, draumum og þroska. Þetta er bók sem segir líka frá dökkum hliðum persónuleikans, flótta frá raunveruleika og leyndum ástum. Fjölbreytt og skemmtileg."
Ásdís Björg Jóhannesdóttir / DV

,,Bókin fjallar nákvæmlega um það sem hún heitir, Það sem ég sá og hvernig ég laug. Ég vil eiginlega ekkert meira segja um bókina því ég vissi ekkert þegar ég las hana og fannst hún algjörlega frábær. Hún er mannleg og fær mann virkilega til að hugsa. Það flotta við bókina fannst mér að þrátt fyrir skrýtnar aðstæður sem stelpan er sett í þá samt reynir maður að sjá sjálfan sig fyrir sér í hennar sporum og reyna að sjá hvað maður myndi sjálfur gera.  ... Algjörlega í hópi minna uppáhaldsbóka og kápan finnst mér alveg vera 1 af TOPP 5 bókakápum sem hafa heillað mig. Einföld, auðlesin, heiðarleg, ógleymanleg og virkilega góð bók sem ég mæli eindregið með að ÞÚ lesir
Kolbrún Skaftadóttir/ Miðjan.is

,,Frábært nafn og lokkandi, en forsíða bókarinnar er ein sú fallegasta sem ég hef séð lengi. ... Þetta er glæpasaga sem gerist eftir seinni heimstyrjöld í Ameríku og er sögumaðurinn unglingsstúlka. Hennar upplifun af heimi fullorðinna sem hún reynir að skilja og máta sig við þrátt fyrir reynsluleysi kemst afskaplega vel til skila. Annars lýsir titillinn efni bókarinnar lang best. Hún fjallar nákvæmlega um það sem stúlkan sá og hverju hún laug. Ætla að lesa þessa aftur við tækifæri."
Jenný Anna Baldursdóttir/ blog.eyjan.is/jenny/

„... skemmtileg og spennandi...“
Maríanna Clara Lúthersdóttir / midjan.is

Tengdar bækur