Gunnar Helgason

Mamma klikk hlýtur Bókaverðlaun barnanna!

Bókaverðlaun barnanna voru veitt við hátíðlega athöfn á sumardaginn fyrsta í Borgarbókasafninu í Grófinni en bók Gunnars Helgasonar, Mamma klikk, hlaut afgerandi kosningu sem vinsælasta frumsamda barnabókin með helmingi fleiri atkvæði en sú næsta í röðinni. Um 4.000 börn um allt land tóku þátt í kosningunni.

Sex börn fengu viðkenningu fyrir þátttökuna og fengu ýmist bækur eða leikhúsmiða og eitt þeirra fær höfundinn Gunnar Helgason í heimsókn í bekkinn sinn.

Frá árinu 2002 hafa almennings- og skólabókasöfn landsins verðlaunað tvær nýjar bækur, eina íslenska og aðra þýdda. Börn og unglingar velja uppáhaldsbækurnar sínar og fer valið fram á heimasíðu Borgarbókasafns og í grunnskólum og bókasöfnum um allt land. Verðlaun fyrir vinsælustu þýddu barnabókina hlaut Helgi Jónsson fyrir Dagbók Kidda klaufa: Besta ballið.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning