Linda Vilhjálmsdóttir tilnefnd til Maístjörnunnar

Maístjarnan, ljóðabókaverðlaun Rithöfundasambands Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns verða veitt í fimmta sinn í maí.

Tilnefningar til Maístjörnunnar vegna ljóðabókar útgefinnar 2020 voru kynntar við athöfn í Gunnarshúsi 27. apríl.

Linda Vilhjálmsdóttir er tilnefnd fyrir bókina Kyrralífsmyndir sem var gefin út Máli og menningu.

Aðrir tilnefndir eru:

Taugaboð á háspennulínu eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús.

Draumstol eftir Gyrði Elíasson. Útgefandi: Dimma.

Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur. Útgefandi: Benedikt.

1900 og eitthvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur. Útgefandi: Bjartur.

Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2020 sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Sverrir Norland fyrir hönd Rithöfundasambandsins og María Logn Kristínardóttir Ólafsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins.

Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur.

Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru eingöngu fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning