Heimili höfundanna

Rosa-GDH-HighRes-11-BW-
Rósa Magnúsdóttir
Rósa Magnúsdóttir er fædd árið 1974 og ólst upp í Breiðholti. Að loknu BA námi við Háskóla Íslands flutti hún til Bandaríkjanna og lauk PhD gráðu í sagnfræði frá University of North Carolina at Chapel Hill. Hún var við nám og störf í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi árin 1999-2007 en flutti þá til Danmerkur þar sem hún vann í fjórtán ár sem lektor og dósent í rússneskri og alþjóðasagnfræði við Árósaháskóla. Hún kom til starfa við Háskóla Íslands sem prófessor í sagnfræði sumarið 2021. Rósa hefur skrifað fjölda greina um kalda menningarstríðið, áróður og hugmyndafræði sem komið hafa út á íslensku, ensku, dönsku, þýsku og rússnesku.  Hún er höfundur bókarinnar Enemy Number One: The United States of America in Soviet Ideology and Propaganda, 1945-1959 sem kom út hjá Oxford University Press árið 2019 og er væntanleg í kilju. Næsta bók hennar fjallar um kommúnisma og kalda menningarstríðið á Íslandi og ævi hjónanna Kristin E. Andrésson og Þóru Vigfúsdóttur. Bókin er byggð á fjölbreyttum heimildum og umfangsmiklum rannsóknum í Reykjavík, Berlín og Moskvu.

Bækur eftir höfund

No data was found

INNskráning

Nýskráning

nýskráning