Heimili höfundanna

Didda2021_copyrightJPV
Didda Jónsdóttir
Didda Jónsdóttir hefur sent frá sér ljóðabókina Lastafans og lausar skrúfur (1995), skáldsöguna Ertu (1997), hetjusöguna Gullið í höfðinu (1999) og bókina Hamingja (2021). Ljóð og greinar eftir Diddu hafa birst í ýmsum tímaritum. Nýverið gaf hún út lagið „Til hvers er ég?“ sem hún flutti ásamt Ryan Carlsson Van Kriedt og var sýnt á RÚV skömmu fyrir söfnunarþátt SÁÁ. Didda samdi textann og söng en áður hefur hún samið texta fyrir ýmsar hljómsveitir. Sá þekktasti er eflaust textinn við lagið „Ó, Reykjavík, ó, Reykjavík“ sem hljómsveitin Vonbrigði flutti. Didda fékk Edduverðlaunin fyrir hlutverk sitt í mynd Sólveigar Anspach, Stormviðri, sem frumsýnd var 2003.

Bækur eftir höfund

A_medan_meanwhile_72pt
Á meðan / Meanwhile - Listaverkabók
5.290 kr.
Hamingjan_72
Hamingja
2.190 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning