Heimili höfundanna

Árni Heimir Ingólfsson
Árni Heimir Ingólfsson
Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur er fæddur árið 1973. Rannsóknir hans á íslenskri tónlistarsögu frá miðöldum fram á 20. öldina hafa getið af sér fjölda greina og fyrirlestra, en einnig bækur og geislaplötur sem hlotið hafa tilnefningar og verðlaun. Bók hans Jón Leifs – Líf í tónum var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita 2009 og Saga tónlistarinnar – Tónlist á Vesturlöndum frá miðöldum til nútímans hlaut sömu tilnefningu 2016. Geisladiskarnir Melódía (2007) og Hymnodia sacra (2010) með tónlist úr íslenskum nótnahandritum fyrri alda hlutu báðir Íslensku tónlistarverðlaunin í flokki sígildrar tónlistar. Árni Heimir er með BM-próf í píanóleik og tónlistarsögu frá Oberlin-tónlistarháskólanum í Ohio og doktorsgráðu í tónlistarfræði frá Harvard-háskóla. Hann hefur kennt við Listaháskóla Íslands, verið tónlistarstjóri og listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og kynnt íslenska tónlistarsögu víða um heim.

Bækur eftir höfund

Tónlist liðinna alda: Íslensk handrit 1100-1800
Tónlist liðinna alda: Íslensk handrit 1100-1800
8.490 kr.
Saga tónlistarinnar eftir Árna Heimi Ingólfsson
Saga tónlistarinnar
9.990 kr.
attachment-18634
Jón Leifs – líf í tónum
1.990 kr.4.140 kr.

INNskráning

Nýskráning

nýskráning