Danskvæði um söngfugla og slöngur

VÆNTANLEG 28. MAÍ Á ÍSLENSKU

28. maí dreifum við nýjustu bók Suzanne Collins, Danskvæði um söngfugla og slöngur, á íslensku en þessi saga segir frá tíundu Hungurleikunum og hvaða hlutverki Kóríolanus Snow gegndi í þeim.

Það er sláttudagur í Panem – tíundu Hungurleikarnir eru að hefjast. Hinn átján ára Kóríolanus Snow býr sig undir hlutverk sem getur gjörbreytt framtíð hans og Snow-ættarinnar. Hún hefur glatað fyrri völdum og áhrifum og nú veltur allt á því að honum takist að heilla Panem-búa, leika á skólafélaga sína og stýra framlagi sínu til sigurs í Hungurleikunum. Líkurnar eru honum ekki í hag því að hann hefur fengið það niðurlægjandi hlutverk að leiðsegja stúlkunni úr tólfta umdæmi. En örlög þeirra eru samtvinnuð – sérhver ákvörðun sem Kóríolanus tekur getur leitt til sigurs eða glötunar. Inni á leikvanginum verður barist til síðasta blóðdropa. Kóríolanus áttar sig smám saman á því að honum stendur ekki á sama um stúlkuna … Hann þarf að velja – á hann að fylgja reglunum eða gera það sem þarf til að hún lifi af?

Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.

Opnunartímar á Fiskislóð

Virkir dagar 10-18
Laugardagar 11-17
Sunnudagar 12-16

 

Sími í verslun á Fiskislóð 39: 575 5636

Sími á skrifstofu á Bræðraborgarstíg: 575 5600

Fylgstu með á facebook!

2021 © Forlagið | Bræðraborgarstíg 7, 101 Reykjavík | Sími 575 5600 | forlagid@forlagid.is | www.forlagid.is

INNskráning

Nýskráning

nýskráning