Elín Pálsdóttir

Hagþenkir

Tilnefningar til Hagþenkis

Á dögunum var til­kynnt um hvaða tíu bæk­ur eru til­nefnd­ar til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is, fé­lags höf­unda fræðirita og kennslu­gagna, fyr­ir árið 2019. Viður­kenn­ing­ar­ráð Hagþenk­is stend­ur að val­inu, en það skipa þau Ásta Krist­ín Bene­dikts­dótt­ir, Kol­brún S. Hjalta­dótt­ir, Lára Magnús­ar­dótt­ir, Snorri Bald­urs­son og Þórólf­ur Þórlinds­son. Borg­ar­bóka­safn og Hagþenk­ir standa fyr­ir bóka­kynn­ingu fyr­ir al­menn­ing 15. fe­brú­ar kl. 13 …

Tilnefningar til Hagþenkis Read More »

Börn (ó)náttúrunnar

TMM efnir til textasamkeppni fyrir menntaskólanema

Börn (ó)náttúrunnar Tímarit Máls og menningar efnir til textasamkeppni meðal menntaskólanema og jafnaldra þeirra í tilefni af hundrað ára afmæli Barns náttúrunnar, fyrstu skáldsögu Halldórs Laxness, sem kom út þegar hann var sautján ára. Óskað er eftir ljóðum eða sögum sem ekki eru lengri en 2500 orð. Höfundar texta þurfa að vera fæddir á árunum …

TMM efnir til textasamkeppni fyrir menntaskólanema Read More »

Mazen Maarouf

Mazen Maarouf tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna

Mazen Maarouf er tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna fyrir smásagnasafnið Brandarar handa byssumönnunum, eða Jokes for the Gunmen. Þrettán bækur eru tilnefndar í ár og á meðal tilnefndra eru Samanta Schweblin, argentínskur höfundur sem væntanleg er á Bókmenntahátíð í Reykjavík í apríl, Olga Tokarczuk frá Póllandi, sem hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin í fyrra fyrir skáldsöguna Flights, …

Mazen Maarouf tilnefndur til alþjóðlegu Man Booker-verðlaunanna Read More »

Tilnefndir

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur tilkynntar

Í dag var tilkynnt um þær bækur sem eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur. Forlagið á hvorki meira né minna en sjö tilnefndar bækur í þremur flokkum. Til hamingju með það höfundar. Hér er talið upp hvaða bækur Forlagsins fengu tilnefningu. Í flokki frumsamdra bóka: Ljónið – Hildur Knútsdóttir Rotturnar – Ragnheiður Eyjólfsdóttir Silfurlykillinn – Sigrún …

Tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur tilkynntar Read More »

TMM 4. hefti 2018

Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar komið út

Nú er fjórða hefti ársins af Tímariti Máls og menningar komið til áskrifenda sinna og fer einnig í allar helstu bókabúðir í dag, þriðjudaginn 27. nóvember. Af því tilefni birtum við hér brot úr stóru viðtali í ritinu sem Halla Þórlaug Óskarsdóttir tekur við Eirík Örn Norðdahl rithöfund um nýjustu bók hans, sem heitir eftir …

Nýtt hefti Tímarits Máls og menningar komið út Read More »

Icepick Award

Barnagæla, Konan í glugganum og Sonurinn tilnefndar til Ísnálarinnar 2018

Á dögunum voru tilnefningar til Ísnálarinnar 2018 tilkynntar og eru þrjár af fimm tilnefndum bókum gefnar út af Forlaginu. Þær eru Barnagæla eftir Leilu Slimani í þýðingu Friðriks Rafnssonar, Konan í glugganum eftir A.J. Finn í þýðingu Friðriku Benónýsdóttur og Sonurinn eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Ísnálin eru verðlaun sem eru veitt fyrir …

Barnagæla, Konan í glugganum og Sonurinn tilnefndar til Ísnálarinnar 2018 Read More »

INNskráning

Nýskráning