Bónusljóð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 60 | 1.690 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2017 | 60 | 1.690 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Bónusljóð, ein mest selda ljóðabók allra tíma á Íslandi, hefur nú loksins verið aukin, endurunnin, endurskoðuð og endurprentuð til samræmis við ströngustu kröfur neytenda og alþjóðlegra staðla um gæði ljóðmetis. Bónusljóð eru nú einnig fáanleg á ítölsku, þýsku, frönsku og ensku.
Bónusljóð lýsa guðdómlega gleðilegu ferðalagi í gegnum undraveröld Bónusverslunar með viðkomu í aldingarðinum (grænmetisdeildinni) og niflheimi (frystikistur og kæligeymslur) áður en lesanda er svipt af hvítum stormsveip inn í hinn ógurlega hreinsunareld (hreinlætisvörurnar).
Mjallhvít
Mjallhvít getur ekki keypt sixpack
dvergarnir eru nefnilega sjösjö mjólkurpottar, sjö brauðhleifar,
sjö skyrtur, sjö sokkapör, sjö óhreinir diskar,
sjö skítugar nærbuxur, sjö daga vikunnareins og venjulega ætlaði hún
að skella kiðlingunum sjö í körfunaen hún hætti við
keypti sér eina rauðvínsflöskuog sjö eitruð epli.