Fjársjóðseyjan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 287 | 5.990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2016 | 287 | 5.990 kr. | ||
Rafbók | 2016 | 990 kr. |
Um bókina
Ýmist var eyjan þéttbyggð villimönnum sem við börðumst við eða full af hættulegum dýrum sem leituðu á okkur, en í öllum dagdraumum mínum kom ekkert fyrir mig sem var jafn undarlegt og harmþrungið og ævintýri okkar urðu í raun og veru.
Fjársjóðseyjan er ein vinsælasta ævintýrasaga allra tíma og hefur heillað unga sem aldna lesendur allt frá því að hún kom fyrst út í bókarformi árið 1882.
Ungur piltur finnur uppdrátt af eyðieyju þar sem merktur hefur verið inn á falinn fjársjóður. Hann er ráðinn um borð á skonnortuna Hispaniolu til að hafa uppi á ránsfengnum. Þar er skrautlegur söfnuður sjóræningja, meðal annars hinn einfætti og ógleymanlegi Langi-John Silver. Á leiðinni lenda þeir í miklum mannraunum uns þeir komast á leiðarenda og geta hafið fjársjóðsleitina.
Skotinn Robert Louis Stevenson var aðeins 31 árs þegar hann skrifaði Fjársjóðseyjuna fyrir tólf ára gamlan stjúpson sinn en sagan hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kvikmynduð rúmlega fimmtíu sinnum. Hún hefur áður komið út á íslensku undir nafninu Gulleyjan en birtist nú íslenskum lesendum óstytt í nýrri og vandaðri þýðingu Árna Óskarssonar.
Tilnefnd til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2016.
Árni Óskarsson þýddi.
2 umsagnir um Fjársjóðseyjan
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Nákvæm og metnaðarfull túlkun Árna Óskarssonar á tærum stíl Stevensons kemur andrúmslofti sögunnar til skila á áreynslulausri og auðugri íslensku.“
Umsögn dómnefndar Íslensku þýðingaverðlaunanna
Árni Þór –
„Þetta er krassandi frásögn og þeim fullorðna lesanda sem breytist ekki í spennt barn við lesturinn er ekki viðbjargandi. Þessi ævintýralega saga er einfaldlega dýrðleg skemmtun fyrir jafnt unga sem aldna.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / DV