Dagbók Elku – alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 330 | 4.390 kr. |
Dagbók Elku – alþýðumenning í þéttbýli á árunum 1915–1923
4.390 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 330 | 4.390 kr. |
Um bókina
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar nr. 15
Það eru sagnfræðingarnir Hilma Gunnarsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon sem hafa haft veg og vanda af verkinu. Þau rita ítarlega inngangskafla að dagbókum Elku en Háskólaútgáfan gefur verkið út.
Elka Björnsdóttir var verkakona í Reykjavík í upphafi 20. aldar. Hún var trúuð, þátttakandi í verkalýðsmálum, áhugasöm um menntir, menningu og framfarir en um leið íhaldssöm og fastheldin á hefðir. Hún var höfðingjadjörf og jafnréttissinnuð sveitakona sem fylgdist grant með því sem var að gerast í þjóðmálunum og tileinkaði sér margt af því sem nútíminn hafði upp á að bjóða. Bókin veitir einstaka innsýn inn í lífsbaráttu, kjör og aðbúnað fátæks fólks í Reykjavík um það leyti sem Ísland var að verða fullvalda ríki. Vinnuharka, húsnæðisekla, vöru skömmtun, dýrtíð, alvarleg veikindi og óhagstætt tíðarfar settu svip á hina daglegu lífsbaráttu en einnig má greina í texta Elku sterka samhjálp, kröftuga stéttarbarátta og sókn í menntun og menningu.
Elka skrifaði um marga merkisatburði í íslenskri þjóðarsögu í dagbækur sínar, til dæmis um spænsku veikina, fullveldistökuna, Kötlugosið, brunann í miðbænum og Drengsmálið. Einnig segir Elka frá kuldanum og fylgifiskum hans frostaveturinn mikla 1918 auk að fjalla ítarlega um hversdaglegt amstur fátæks fólks á tímabilinu. Mögnuð dagbókarskrif hennar frá árunum 1915–1923 eru birt í heild sinni í þessari bók.