Ævintýri og líf í Kanada
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 407 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Ævintýri og líf í Kanada
3.690 kr. – 3.990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2022 | 407 | 3.990 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 3.690 kr. |
Um bókina
Þegar Guðjón R. Sigurðsson var tveggja vikna, vorið 1903, fluttu foreldrar hans til Kanada en hann varð eftir hjá ættingjum í Austur-Skaftafellssýslu. Rúmlega tvítugur fór hann vestur um haf með ekkert nema eftirvæntinguna í farteskinu. En feðgarnir áttu ekki skap saman, bústörfin í sveitinni hentuðu Guðjóni ekki og á kreppuárunum þegar litla vinnu var að fá hafðist hann við úti í óbyggðum og veiddi í sig og á.
Saga Guðjóns er ólík sögum margra annarra vesturfara. Hann festi hvergi rætur og stofnaði aldrei fjölskyldu. Áratugum saman flakkaði hann um landið og vann fyrir sér sem veiðimaður, verkamaður, smiður, málari og sjómaður, oft við háskalegar aðstæður. Hann kynntist ótal eftirminnilegum einstaklingum og var alls staðar eftirsóttur félagi.
Íslensku fjöllin drógu Guðjón aftur heim á sjöunda áratugnum og þá hóf hann að rita æviminningar sínar. Hann var mikill sögumaður og þéttur, fjörlegur og falslaus textinn segir ekki aðeins frá ævintýralegu lífi, heldur varpar ljósi á mann sem hefur lúmskan húmor fyrir sjálfum sér, fer sínar eigin leiðir, hræðist hvorki birni né óblíða náttúru og mætir hinu óþekkta af óttaleysi og bjartsýni hins frjálsa manns.
Þórður Sævar Jónsson bjó endurminningar Guðjóns R. Sigurðssonar til útgáfu og ritar formála. Þórður Sævar er með BA-gráðu í forngrísku og MA-gráðu í ritlist. Hann hefur sent frá sér ljóðabækur og þýðingar.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar