Tímarit Máls og menningar er víðlesnasta menningartímarit Íslendinga og kemur út fjórum sinnum á ári – í febrúar, maí, september og nóvember.

Ritstjórar eru Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir. Hvert hefti er yfir 140 síður og geymir greinar, viðtöl, pistla, nýsmíðar og gagnrýni af ýmsu tagi.

Ársáskrift að ritinu kostar 6.790 kr. og er árgjaldið innheimt um mitt ár. Sé áskrifandi búsettur erlendis bætist sendingargjald við og er árgjaldið þá 7.500 kr. Sendir eru greiðsluseðlar til þeirra sem það kjósa en þægilegast er að greiða með greiðslukorti. Til að gerast áskrifandi má senda tölvupóst á forlagid@forlagid.is eða hringja í 575-5600.

Tölvupóstfang Tímaritsins er tmm@forlagid.is.