Þú ert hér:///Íslensku barnabókaverðlaunin

Stofnað var til Íslensku barnabókaverðlaunanna árið 1985 í tilefni af sjötugsafmæli rithöfundarins Ármanns Kr. Einarssonar. Að verðlaununum standa fjölskylda Ármanns, Barnavinafélagið Sumargjöf, IBBY á Íslandi og Forlagið. Verðlaunasögurnar eru afar fjölbreyttar en eiga það sammerkt að vera afskaplega skemmtilegar. Verðlaunin eru afhent að hausti ár hvert en skilafrestur handrita í samkeppnina er yfirleitt um miðjan febrúar. Nánari upplýsingar um verðlaunin veitir Æsa Guðrún Bjarnadóttir ritstjóri.