Höfundar: Jakobína Sigurðardóttir, Ingibjörg Azima

Ingibjörg Azima hefur hér samið tónlist við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur.

Lagaflokkurinn, sem hún nefnir Vorljóð á ýli, var saminn á árunum 2006 -2014 í útsetningu fyrir sópran, tenór, klarinett, harmónikku, fagott, selló og kontrabassa.

Textarnir, ljóð Jakobínu, birtast svo í fallegu bókverki en það eru Margrét H. Blöndal listakona og Arnar Freyr Guðmundsson hönnuður sem eiga heiðurinn af því.