Þú ert hér://Vitavörðurinn: Fjällbacka-serían #7

Vitavörðurinn: Fjällbacka-serían #7

Höfundur: Camilla Läckberg

Í hverri fjölskyldu búa grimm leyndarmál.

Á bjartri vornótt snarast kona inn í bíl sinn. Hendurnar á stýrinu eru ataðar blóði. Með son sinn ungan í aftursætinu leitar hún á eina griðastaðinn sem hún þekkir; eyjuna Grásker við Fjällbacka. Hvað kom fyrir? Og hvers vegna finnst kunningi konunnar skotinn til bana í íbúð sinni?

Þegar lögreglan í Tanumshede hefst handa við að kortleggja málið kemst hún á snoðir um röð leyndarmála.

Bókin kom fyrst út á íslensku árið 2010.

Camilla Läckberg er sannkölluð drottning evrópskra spennubóka. Hún hefur notið fádæma vinsælda fyrir sakamálasögur sínar um hjónin Ericu Falck rithöfund og Patrik Hedström lögreglumann í Fjällbacka. Bækur hennar hafa selst í meira en tuttugu milljónum eintaka í yfir sextíu löndum.

Sigurður Þór Salvarsson þýddi.

Verð 2.590 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Kilja4722019 Verð 2.590 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: / / / /