Höfundur: Vilhelm Anton Jónsson

Í bókinni fer Vísinda-Villi, uppáhaldsvísindamaður íslenskra barna, um víðan völl og fjallar á skemmtilegan og einfaldan hátt um rafmagn, sólina, eldflaugar, blóð, atóm, vind, dulmál og margt, margt, margt, MARGT fleira. Hér er auk þess að finna fjölda skemmtilegra tilrauna sem einfalt er að gera heima.

Vísindabók Villa er frábær bók til að efla áhuga allrar fjölskyldunnar á því sem er í kringum okkur og því furðuverki sem við sjálf og allur heimurinn er.