Virkið í Vestri

Útgefandi: Vestfirska
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 590 kr.
spinner

Virkið í Vestri

Útgefandi : Vestfirska

590 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 590 kr.
spinner

Um bókina

Guðlaugur Reimarsson á Nýlendugötunni, ættaður úr Sléttuhreppi, er kominn á eftirlaun og fer að gera upp gamlan Rússajeppa sem á morgni lífsins átti heima í herstöð norður í Aðalvík. Guðlaugur hafði ungur verið þar túlkur og meðalgangari íslenskra og amerískra og finnst mannorðið flekkað af þeim sökum þegar aldurinn færist yfir. 
Rússajeppinn í amerísku herstöðinni verður tákn þeirrar þversagnar sem Ísland bjó við í Kalda stríðinu milli tveggja stórvelda. 
Átthagarnir eru Guðlaugi hugleiknir. Hann ætlar ásamt Unni konu sinni að gjöra ferð til Vestfjarða þegar Rússinn er klár og það varð ferðin sem var farin. Kemur í ljós að öxull sögunnar er Reykjavík – Ísafjörður – Aðalvík um Dali og Reykhólasveit. 
Sem Guðlaugur starfar að Rússajeppanum í skúrinni á Nýlendugötu þyrpast að honum hugsanir í einverunni með bílnum. Bernskan við Norðurstíg þar sem sólin gægðist niður um birtugrófina, skólagangan sem honum finnst lítils virði, innantómt ævistarfið við kennslu. 
En ekki síst sækja að honum fyrstu kynni og fyrsta snerting við eiginkonuna um borð í Dalarútunni á leiðinni vestur. Kemur upp úr kafinu að þetta er ekki síst ástarsaga með hamingjusamlegum endi eins og vera ber. 
Atburðir sögunnar eru lyginni líkastir en eiga ætíð við rök að styðjast. Enda er mannleg breytni óútreiknanlegri en lúmskasta höfundi getur dottið í hug.

Tengdar bækur