Velkominn Þorri

Útgefandi: Salka
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 1.695 kr.
spinner

Velkominn Þorri

Útgefandi : Salka

1.695 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 1.695 kr.
spinner

Um bókina

Þorrinn er tími til að gleðjast – þegar veturinn er harðastur er áskorunin ótvíræð. Okkur hleypur kapp í kinn og þá er gaman. Bókin Velkominn Þorri hvetur okkur til að taka vel á móti þessum árlega gesti.

Í hugum margra Íslendinga tengist þorrinn svartamyrkri, viðsjálum veðrum og gömlum mat. Eftir að þær stöllur, Ragnhildur Gísladóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir, kynntu sér þorrahefðina, fannst þeim tilvalið að gera henni hærra undir höfði og útfæra á nútímavísu. Bókin Velkominn Þorri kynnir nýstárlegar leiðir til að gera sér dagamun í kalda mánuðinum sem kenndur er við vetrarvættinn Þorra. Þar er einnig að finna margvíslegan fróðleik um þorrann og matarvenjur Íslendinga ásamt viðtölum við fólk sem átt hefur þátt í að skapa og viðhalda þorrahefðinni.

Tengdar bækur