Vegvísir um jarðfræði Íslands er ómissandi handbók fyrir alla þá sem hyggja á upplýsandi ferðalög um landið. Hér er á skilmerkilegan hátt fjallað um jarðfræði og jarðsögu 100 áningarstaða í öllum landshlutum. Sagt er frá því hvernig staðirnir mynduðust, hvað einkennir þá og síðast en ekki síst hvað þar er merkilegast að skoða. Bókina prýða rúmlega 200 glæsilegar ljósmyndir og greinargóð kort.
Höfundurinn, Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur, býr yfir viðamikilli þekkingu á jarðfræði og jarðsögu landsins.
Einstaklega glögg og fræðandi lýsing á náttúru Íslands.
Elín Pálsdóttir –
„Jarðfræðin er öðrum þræði sköpunarsaga og það er heillandi að lesa í vegvísi Snæbjarnar hinar mörgu sköpunarsögur, sem augljóslega hafa átt sér stað á landi voru.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan