Höfundur: Stefán Máni

Það er haust í Reykjavík. Alexander er hættur í menntaskóla og vinnur á kókbílnum. Vinnan er ömurleg, bílstjórinn óþolandi og það eina sem gerir vinnudaginn bærilegan er tilhugsunin um stefnumótið við Védísi um kvöldið – bíóferð og kannski eitthvað meira … vonandi. En aldagömul öfl eru á sveimi, óvænt atburðarás fer í gang og fyrr en varir leynast hættur við hvert fótmál.

Stefán Máni hefur notið mikilla vinsælda hér heima og erlendis fyrir skáldsögur sínar. Í Úlfshjarta er hann á nýjum slóðum; spennan er í hámarki eins og aðdáendur hans þekkja en umfjöllunarefnið er nýstárlegt og ævintýralegt.