Tvífari gerir sig heimakominn

Útgefandi: MM
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 62 3.100 kr.
spinner

Tvífari gerir sig heimakominn

Útgefandi : MM

3.100 kr.

Tvífari gerir sig heimakominn
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2014 62 3.100 kr.
spinner

Um bókina

Tvífari gerir sig heimakominn er ljóðabók eftir Anton Helga Jónsson. Sviðið er höfuðborgin og í bókinni er að finna ljóð tengd ákveðum stöðum í Reykjavík s.s. Borgartúni, Miklubraut og Rauðavatni en einnig „óskáldlegri“ stöðum á borð við elliheimili, stúku á íþróttavelli og verslunarmiðstöð. Í bókinni birtast augnabliksmyndir af fólki sem oftar en ekki er að leita eftir sambandi við aðra en nær því ekki alltaf og situr eftir spyrjandi.

Fyrr á árinu hlaut Anton Helgi Ljóðstaf Jóns úr Vör í annað sinn. Verðlaunaljóðið og annað ljóð sem komst í úrslit keppninnar er að finna í Tvífari gerir sig heimakominn.

Dagur í mollinu

Tilgangur lífsins klæðist aldrei jakkafötum
þegar hann fer að kaupa í matinn.
Hann mætir í gömlum pólóbol
og hnésíðum buxum.

Tilgangur lífsins ýtir á undan sér innkaupakerrunni
berfættur í fótlaga sandölum
og allir sem vilja geta haft á því skoðun
hvort hann mætti fara oftar í fótsnyrtingu.

Kona sér hann koma með pokana út á bílastæðið.
Hún hallar sér að eiginmanninum og spyr:
Svenni, getur þetta verið tilgangur lífsins?

Svei mér þá, segir maðurinn og ræsir jeppann.
Þetta er tilgangur lífsins.
Hann er bara ekki í jakkafötum.

1 umsögn um Tvífari gerir sig heimakominn

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur