Höfundur: Ingrid Örk Kjartansdóttir

Þór fer í sumarbúðir er önnur bók í bókaröðinni um Þór. Hann er ósköp venjulegur átta ára strákur en hann er með sykursýki af týpu 1.

Í fyrri bókinni, Þór fer í skólann, fylgdumst við með Þór fyrsta daginn hans í skólanum eftir greiningu. Nú fáum við aftur að skyggnast inn í líf Þórs og fylgjum honum í sumarbúðir þar sem hann hittir önnur börn með sykursýki.

Bókin er hugsuð sem fræðslurit um sykursýki af týpu 1 og er sett fram á þann hátt að sem flestir ættu að skilja. Bókin er ríkulega myndskreytt.