Tölvuvæðing í hálfa öld – Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014

Útgefandi: Ský
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 384 10.990 kr.
spinner

Tölvuvæðing í hálfa öld – Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014

Útgefandi : Ský

10.990 kr.

Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 384 10.990 kr.
spinner

Um bókina

Haustið 1964 komu fyrstu rafeindareiknivélarnar ætlaðar SKÝRR og Háskóla Íslands sjóleiðina til Íslands. Þær bárust í stórum trékössum sem voru hífðir yfir á vörubílspalla. Reiknigeta og fjölhæfni vélanna var meiri en áður hafði þekkst á Íslandi. Háskólatölvan hafði 40 þúsund tákna minni eða 0,04 MB.

Fimmtíu árum síðar, árið 2014, voru nýjustu snjallsímarnir í vösum landsmanna komnir með 1–3 GB vinnsluminni og 16–128 GB geymsluminni. Í þeim voru myndavélar, forrit, nettenging, samfélagsmiðlar, leikir og möguleikar á streymi tónlistar og myndskeiða. Notkun snjalltækja átti þó enn eftir að aukast.

Sú gríðarlega framþróun sem hafði orðið í hugbúnaðargerð og vélbúnaði á þessum fimmtíu árum hafði ekki minni áhrif á stórverkefni samfélagsins árið 2014.
Það sem gerðist á þeim fimm áratugum sem liðu frá uppskipun stóru trékassanna til ársins 2014 er bæði margt og fjölbreytt. Um það er þessi saga.

Tengdar bækur