TMM 4. hefti 2011

Útgefandi: Forlagið
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2011 151 1.765 kr.
spinner

TMM 4. hefti 2011

Útgefandi : Forlagið

1.765 kr.

TMM 4. hefti
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2011 151 1.765 kr.
spinner

Um bókina

Í fjórða og síðasta hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári er meðal efnis er grein eftir Guðna Elísson um loftslagsmál og olíuleit þar sem Guðni færir fram rök fyrir því að ekki verði farið út í olíuvinnslu á svonefndu drekasvæði; Guðmundur Páll Ólafsson birtir ávarp um náttúruvernd sem hann flutti á Umhverfisþingi 2011 en Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um frelsi og jöfnuð – stefnumið handa jafnaðarmönnum á öld ójafnaðar.

Kristín Einarsdóttir þjóðfræðingur rýnir í hið árlega og séríslenska Áramótaskaup, Njörður P. Njarðvík fjallar um Íslandsklukkuna og  Þórarinn Hjartarson skrifar um arfleið Mára í vestrænni menningu. Tvær greinar eru um Gyrði Elíasson, eftir Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur og Þröst Helgason og að auki eru í tímaritinu að vanda sögur og ljóð, ádrepur og umsagnir um bækur.

Ritstjóri er Guðmundur Andri Thorsson.

Tengdar bækur