The Greenhouse Effect and Global Warming

Útgefandi: Heimild
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 114 2.190 kr.
spinner

The Greenhouse Effect and Global Warming

Útgefandi : Heimild

2.190 kr.

The Greenhouse Effect and Global Warming
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2018 114 2.190 kr.
spinner

Um bókina

Það eru einungis um 200 ár síðan vísindamönnum tókst að ráða gátuna um hvernig sólargeislarnir hita upp andrúmsloft og yfirborð jarðar og skapa þannig lífvænleg skilyrði. Í byrjun 19. aldar tókst nokkrum fræðimönnum með franska stærðfræðinginn Joseph Fourier í fararbroddi að skýra á vísindalegan hátt hvernig hitageislun í andrúmslofti væri háttað. Hitastigi og loftslagi virtist að mestu stjórnað af vatnsgufu í andrúmslofti. Á síðari hluta 19. aldar komu svo nokkrir vísindamenn fram með þá hugmynd, að til viðbótar gæti koltívoxíð, svo og aðrar lofttegundir svo sem metan, valdið hlýnun andrúmslofts.

Þessi staðhæfing var mjög umdeild, og sumir vísindamenn höfnuðu henni alfarið. Deilan um hvort hnattræn hlýnun stafi af aukinni losun koltívoxíðs af manna völdum eftir iðnbyltingu á 18. öld, eða sé einungis vitnisburður um óstöðuglyndi náttúrunnar, hefur þannig staðið yfir í meira en 100 ár. Hún kallar fram magnaða og heillandi sögu um sterka sannfæringu, vonbrigði og sigra, sem varpar ljósi á þetta umdeilda mál og auðveldar skilning á því. Höfundur hefur reynt að segja þessa sögu á hlutlausan hátt með því að fara yfir helstu vísindagreinar um gróðurhúsaáhrif í andrúmslofti, úthöfum og á landi fram til miðs árs 2018 og segja frá rannsóknarniðurstöðum, en sumar þeirra hafa valdið þáttaskilum í vísindalegum skilningi á loftslagi jarðar.

Því fer fjarri, að fjallað hafi verið um allar þær vísindagreinar um loftslagsmál, sem birtar hafa verið síðan seint á 18. öld. Reynt er að kynna helstu vísindalegar skoðanir, sem samstaða var um meðal vísindamanna á hverjum tíma, fram til vorra daga. Augljóslega hafa hugmyndir þeirra um loftslagsmál þróast og breyst, eftir því sem meiri vitneskja og nýjar vísindalegar uppgötvanir, svo að ekki sé talað um tölvur og fullkomnari mælitæki, hafa komið fram. Síðustu kaflar bókarinnar fjalla um hafstrauma og ísbráðnum og hvað hægt er að gera til þess að draga úr skaðlegum loftslagsbreytingum.

Tengdar bækur