Teitur í heimi gulu dýranna

Útgefandi: Forl
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Geisladiskur 2012 CD 1.990 kr.
spinner

Teitur í heimi gulu dýranna

Útgefandi : Forl

1.990 kr.

Teitur í heimi gulu dýranna
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Geisladiskur 2012 CD 1.990 kr.
spinner

Um bókina

Dag einn þegar Teitur er að borða morgunverðinn sinn hoppar brauðið upp úr brauðristinni eins og alla aðra morgna, en allt í einu rekur hann í rogastans. Það eru bókstafir á brauðinu – dularfull skilaboð: Hjálpa Stellu!

Hann skilur strax að hún er í miklum háska, dökkhærða stelpan sem hann hitti í fyrra þegar hann fór í ferðalag í tímavél Tímóteusar uppfinningamanns. Teitur svarar neyðarkalli vinkonu sinnar og með því að nýta sér vísindaþekkingu Tímóteusar og Purku systur hans, sem er ófyrirleitin og illkvittin kerling, þá kemst Teitur inn í fjórðu víddina, heim gulu dýranna.

Sögur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla vinsælda meðal íslenskra barna. Sagan er sjálfstætt framhald sögunnar Teitur tímaflakkari.

Hljóðbókin er um 1 klukkustundir og 30 mínútur í hlustun. 

Vala Þórsdóttir leikkona les.

ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.

Tengdar bækur