Á fallegum vetrardegi kviknar eldur í kornhlöðu strumpanna og allar vistirnar brenna. Þeir neyðast til að yfirgefa Strumpaþorpið í leit að mat. Eftir langa göngu sjá þeir tignarlega höll við sjóndeildarhringinn. Hver ætli búi þar?

Strumparnir hafa notið gríðarlegra vinsælda um árabil. Nú koma sögurnar um þá út í skemmtilegum bókum sem henta lesendum frá þriggja ára aldri og eru auðlæsilegar fyrir litla lestrarhesta.

Sölvi Björn Sigurðsson þýddi.