Kjartan galdrakarl hefur illt í huga. Með sérlega mögnuðum klækjum getur hann nú lokkað strumpana yfir í óheillaveröld sína. Komast þeir nokkurn tímann aftur heim í Strumpaþorpið?

Strumparnir hafa notið gríðarlegra vinsælda um árabil. Nú eru komnar út þrjár nýjar sögur um þá sem henta börnum frá þriggja ára aldri.