Höfundur: Tomas Tranströmer

Tomas Tranströmer er höfuðskáld Svía og mun vera mest lesna norræna ljóðskáld samtímans. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, m.a. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og norræn verðlaun Sænsku akademíunnar. Árið 1990 lamaðist hann að hluta og missti að mestu málið. Því biðu menn spenntir eftir ljóðabók hans, Sorgegondolen, sem kom út árið 1996 og sýndi að í engu hafði Tomas tapað skáldgáfunni. Þeirri bók var tekið með kostum og kynjum og er ein mest selda ljóðabók allra tíma í Svíþjóð. Hér birtist hún í íslenskum búningi eins fremsta þýðanda okkar daga.

Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.