Frá því fyrsta ljóðabók Þórarins Eldjárns, Kvæði, kom út árið 1974 hafa verk hans notið mikilla vinsælda.

Lesendur hafa kunnað vel að meta kímni þeirra og orðfimi, en Þórarni hefur öðrum fremur tekist að blása nýju lífi í gömul form. Hann nálgast málið og bókmenntahefðina með ferskum huga, ávallt fundvís á óvæntar merkingar orða og uppsprettur hlátursins en um leið athugull og gagnrýninn á það sem okkur hættir til að taka sem sjálfsögðum hlut.

Þessi bók geymir úrval úr ljóðum Þórarins og sagnaskáldskap frá 1974–1991.