Snuðra og Tuðra fara í sveitina með mömmu sinni að heimsækja Álfhildi frænku.

Þar hitta þær meðal annars kýrnar sem fara aldrei í bað og kynnin verða heldur nánari en þær áttu von á.

Eins og áður læra systurnar uppátækjasömu eitthvað nýtt í þessi ævintýri en borgarbörnin þurfa að varast ýmislegt í sveitinni.