Systurnar Snuðra og Tuðra eru óttalega óþægar og láta öllum illum látum ef þær fá ekki það sem þær vilja.

Nú neita þær að borða matinn sinn og heimta eitthvað sem er ekki til. Þegar þær fara með mömmu í búðina tekur ekki betra við því þær vilja kaupa sælgæti í staðinn fyrir holla matinn sem mamma setur í körfuna.