Höfundur: Páll Valsson, ritstj.

Skírnir er elsta og eitt virtasta menningartímarit á Norðurlöndum. Þar hafa birst ritgerðir og styttri greinar um bókmenntir, sagnfræði, heimspeki, þjóðfélagsmál og stjórnmálafræði, vísindi, listir og þjóðlegan fróðleik, auk ítarlegra ritdóma um bækur.

Viðfangsefnin eru einatt skoðuð í sögulegu og heimspekilegu ljósi og leitast er við að brjóta til mergjar jöfnum höndum málefni samtíðar og liðins tíma með gagnrýnu hugarfari. Skírnir kemur út tvisvar á ári, að vori og hausti. Ritstjóri er Páll Valsson.

Í þessu hefti er myndlistarþátturinn helgaður Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur, einum almerkasta málara okkar og skrifa þær Ásdís Ólafsdóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir um Jóhönnu og list hennar, en auk þess eru greinar eftir Mörð Árnason, Viðar Hreinsson, Auði Hauksdóttur, Katrínu Axelsdóttur, Véstein Ólason, Árna Snævarr og Þórð Tómasson. Skáld Skírnis eru tvö að þessu sinni: Valdimar Tómasson og Anton Helgi Jónsson.