Þú ert hér://Skírnir haust 2018

Skírnir haust 2018

Höfundur: Skírnir

Skírnir er elsta og eitt virtasta menningartímarit á Norðurlöndum. Þar hafa birst ritgerðir og styttri greinar um bókmenntir, sagnfræði, heimspeki, þjóðfélagsmál og stjórnmálafræði, vísindi, listir og þjóðlegan fróðleik, auk ítarlegra ritdóma um bækur.

Viðfangsefnin eru einatt skoðuð í sögulegu og heimspekilegu ljósi og leitast er við að brjóta til mergjar jöfnum höndum málefni samtíðar og liðins tíma með gagnrýnu hugarfari. Skírnir kemur út tvisvar á ári, að vori og hausti. Ritstjóri er Páll Valsson.

Skírnir, haustheftið 2018, er komið út, hnausþykkt og heimt úr prenthremmingum. Að vanda er efnið fjölbreytt og höfundar þess: T.S. Eliot, Valdimar Briem, Auður Hauksdóttir, Haraldur Bernharðsson, Unnur Birna Karlsdóttir, Sigurður Þór Guðjónsson, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir Jóhannes Hraunfjörð Karlsson, Þórólfur Matthíasson, Ásdís R. Magnúsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Rúnar Vilhjálmsson, Vilhelm Vilhelmsson, Vera Knútsdóttir og Heiðar Kári Rannversson.

Verð 4.590 kr.

Gerð SíðurÚtgáfuárVerðMagn
Mjúkspjalda4942018 Verð 4.590 kr.
Vörunúmer: Á ekki við

Sækja í verslun: Frítt

Sendingargjald: Frá 590 kr.

Flokkar: /