Silas Marner

Útgefandi: Ugla
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 312 2.090 kr.
spinner
Rafbók 2021 1.190 kr.
spinner

Silas Marner

Útgefandi : Ugla

1.190 kr.2.090 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2010 312 2.090 kr.
spinner
Rafbók 2021 1.190 kr.
spinner

Um bókina

Silas Marner er fyrir löngu talin sígilt verk og í fremstu röð skáldverka síns tíma. Í Silas Marner speglast sammannleg umbrot og átök í lífi einstaklinga jafnt sem samfélagsins sjálfs en jafnframt einkennist sagan af  sérstökum þokka og hlýju sem bregður notalegum blæ yfir fólk og sögusvið. Sagt hefur verið að í sögu þessari megi kenna ýmsa þætti í lífi skáldkonunnar sjálfrar.

Vefarinn Silas Marner birtist í þorpinu Raveloe, fulltrúi fornra og undarlegra hátta. Honum er tekið með tortryggni af lítt veraldarvönum íbúum staðarins. Silas heldur sig til hliðar við samfélagið enda hefur hann orðið fyrir þungum raunum og miklu ranglæti þar sem hann áður bjó. Hann bindur engin tengsl við nágranna sinna en gætir einskis annars en vinnu sinnar og að draga saman fé. Dag einn er öllum fjársjóði hans stolið. Þótt ógæfan virðist mikil í fyrstu verður þessi atburður honum til láns þegar frá líður. Síðan ber gæfan á dyr í gervi lítillar stúlku sem hann gengur í foreldra stað. Þá kemur í ljóst að örlög ýmissa, sem meira mega sín í samfélaginu, eru órjúfanlega bundin þessum hlédræga, fáskiptna manni.

Tengdar bækur