Höfundur: Ingvar Jónsson

Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira

Sigraðu sjálfan þig er einstök bók sem getur liðsinnt öllum þeim sem hafa hug á að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Byggt er á hugmyndafræði markþjálfunar og unnið með fjölmörg verkfæri sem auðvelda lesandanum að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.

Höfundur bókarinnar, Ingvar Jónsson, er stjórnunar- og markaðsfræðingur og ICF-markþjálfi sem hefur unnið með þúsundum einstaklinga við að ná markmiðum sínum, bæði hér heima og erlendis.